Júdóæfingar fyrir 11-100 ára hefjast á mánudag

Almennt | Júdó

Á morgun, mánudaginn 8. júní hefjast sumaræfingar í júdó. Æfingarnar verða með fremur óhefðbundnu sniði.

  • Æfingar verða fyrir 11 ára (á árinu) og eldri.
  • Æfingar verða þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:30.
  • Þjálfari í sumar verður Adrien Fontenaud en hann er eldri iðkendum vel kunnugur.
  • Engin æfingagjöld verða rukkuð í sumar en við gerum samt kröfu á að allir sem stefna á að æfa í sumar skrái sig í Nóra, helst áður en þeir byrja að mæta á æfingu. 
  • Æfingar í sumar verða ekki byrjendaæfingar.  Þær verða eingöngu fyrir þá sem hafa æft áður og kunna eitthvað smá í júdó.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is