Íslandsmót U20

Júdó
Yngri flokkar KA gerðu góða ferð suður um helgina.

Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.  

Guðmundur Daníelsson KA vann -42. kg flokkinn örugglega og var æfingarfélagi hans Arnar Þór Björnsson í öðru sæti.

Helga Hansdóttir KA vann flokkinn -63 kg U17 og keppti hún til úrslita við æfingarfélaga sinn Fíonu Ýr Sigurðardóttur. Helga keppti einnig í aldurshópnum U20 ára og lenti þar í öðru sæti. Þess má geta að KA stelpurnar færðu sig upp um þyngdarflokk til þess eins að fá fleiri andstæðinga.

Hermann Sæmundsson KA vann -66 U17 og keppti við KA manninn Zak Val Sigurbjörnsson í úrslitum.

Bergþór Steinn Jónsson KA og Eyjólfur Guðjónsson KA kepptu til úrslita í – 66 U20 og hafði Bergþór sigur í þeirri viðureign.

Adam Brands Þórarinsson vann svo -90 U20. Adam átti góðan dag, sýndi góða tækni og útsjónarsemi.

 Í sveitarkeppni vann sveit KA 11-12 ára sigur. Er það ekki síst að þakka Hilmari Erni Jórunnarsyni sem kom KA sveit til bjargar í stöðunni 2-2 gegn JR og vann sína glímu. KA fékk einnig silfur í 13-14 ára og 15-19 ára sveitakeppni.


 Á sunnudeginum var önnur umferð Bikarmótsins haldin og féll B lið KA úr keppni þrátt fyrir góð tilþrif en A sveit KA komst áfram og lenti í öðru sæti riðilsins á eftir JR. Var vissulega þreyta í flestum keppendum frá því deginum áður. Næsta umferð verður í september.




Kv Hilmar Trausti þjálfari yngri flokka KA

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is