Ingþór og Kristín sigruðu á Afmælismóti Júdósambandsins.

Júdó
Nú um helgina fór fram Afmælismót Júdósambands Íslands.
KA fólk vann þar til eftirtaldra verðlauna:

-70kg konur:
KA átti 3 keppendur í þessum flokki, þær Kristínu Ástu Guðmundsdóttur, Fionu Ýr Sigurðardóttur og Helgu Hansdóttur.  Helga veiktist og varð að hætta keppni.  Kristín fór hins vegar á kostum á mótinu og sigraði.  Fiona átti líka góðan dag og vann til bronsverðlauna.  Þess má geta að allar fyrrnefndar stúlkur eru í -63kg flokki en
ákváðu að glíma einum flokki ofar til að fá meiri keppni sem segir nokkuð um metnað þeirra og getu.

-100kg karlar:
KA átti tvo keppendur, þá Ingþór Örn Valdimarsson og Karl Stefánsson og röðuðu þeir sér í tvö efstu sætin.  Ingþór sigraði eins og við var búist og Karl varð í öðru sæti.  Árangur Karls er magnaður vegna þess að hann er aðeins 15 ára og var þetta hans fyrsta mót í fullorðinsflokki.

-81 kg karla:
Gunnar Örn Arnórsson var fulltrúi KA í þessum flokki.  Gunnar er nýliði en svo var ekki að sjá á þessu móti.  Hann komst alla leið í undanúrslit en tapaði þar og endaði því í 3. sæti.  Gunnar vakti mikla athygli á mótinu og var það mál manna að sjaldan hefði sést jafn öflugur nýliði á júdómóti.

Um helgina fór einnig fram lokaumferð í Bikarmóti 2010.  Bikarmótið er liðakeppni þar sem keppt er í 5 manna liðum.  JR sigraði, Ármann varð í öðru sæti og KA í því þriðja. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is