Herrakvöld KA 24. mars

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak
Herrakvöld KA 24. mars
Ekki missa af frábærri skemmtun í KA-Heimilinu!

Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Búið er að tilkynna að Guðjón Þórðarson verður ræðumaður á kvöldinu en nú er komið að því að tilkynna þann næsta. Það verður enginn annar en hin magnaða kempa Valdimar Grímsson!

Það verður mikil og skemmtileg dagskrá eins og alltaf á Herrakvöldi KA, hið klassíska uppboð verður á sínum stað og óvæntar uppákomur. Á boðstólum verður glæsilegur grillmatur frá Greifanum sem mun ekki svíkja neinn.

Athugið að takmarkaður fjöldi miða er í boði þannig að ekki hika við að bóka miða á þessa einstöku KA skemmtun!

Miðaverð er 7.000 krónur og er hægt að panta miða hjá Siguróla í netfanginu siguroli@ka.is 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is