Helga kjörin júdókona Íslands árið 2010

Júdó
Nú um helgina var tilkynnt val á júdókonu og júdómanni Íslands árið 2010. 
Hjá körlunum var það heljarmennið Þormóður Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur sem var valinn en hjá konunum var það Helga Hansdóttir úr KA sem var valin.

Árangur Helgu á árinu er frábær en hann er eftirfarandi:

Íslandsmót fullorðinna, 1. sæti í -57kg og 2. sæti í opnum flokki.
RIG international/Afmælismót JSÍ, 1. sæti í -57kg.
Norðurlandamót yngri en 20 ára, 3. sæti í -57kg.
Opna danska yngri en 20 ára, 1. sæti í opnum flokki og 3. sæti í -63kg.
Opna sænska yngri en 20 ára, 5. sæti í -63kg.

Sigurganga Helgu síðustu ár er búin að vera ótrúleg.  Hún bætir jafnt og þétt við sig og er ítrekað farin að vinna til verðlauna á alþjóðlegum mótum. 

Helga býr svo vel að með henni æfa tvær af bestu júdókonum landsins, þær Kristín Ásta Guðmundsdóttir og Fiona Ýr Sigurðardóttir, þannig að hún fær mikla og góða samkeppni á æfingum.  Þessar stelpur eru búnar að æfa gríðarlega vel og eiga allar þrjár góða möguleika á því að ná mjög langt í júdó.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is