Hekla, Gylfi og Birkir kepptu fyrir hönd Íslands

Júdó

Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar.

Þrátt fyrir margar og flottar glímur náðu þau ekki á pall í þetta skiptið en koma heim með mikla reynslu sem mun einungis stuðla að enn betri árangri í framtíðinni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is