Gylfi og Hannes keppa á RIG á morgun

Júdó
Gylfi og Hannes keppa á RIG á morgun
Hannes og Gylfi eru klárir í slaginn!

Reykjavík International Games eða RIG fer fram á morgun, laugardag, og munu þeir Gylfi Rúnar Edduson og Hannes Snævar Sigmundsson keppa fyrir hönd júdódeildar KA. Gylfi mun keppa í flokki -73 kg og Hannes í -66 kg flokknum.

Það verður spennandi að sjá hvernig þeim Gylfa og Hannesi reiðir af en bæði keppa fremstu júdómenn landsins sem og öflugir erlendir keppendur á RIG. Keppnin hefst klukkan 9:00 og verður beint streymi á slóðinni rig.is/judo.

Úrslitaglímurnar verða svo í beinni útsendingu á RÚV klukkan 14:00. Við óskum þeim Gylfa og Hannesi góðs gengis á þessu spennandi móti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is