Enn einn sigur hjá Helgu Hansdóttur.

Júdó
Nú um helgina standa yfir Reyjavíkurleikarnir eða RIG international.  Þar er keppt í ýmsum íþróttagreinum, meðal annars júdó.  Júdókeppnin fór fram í dag og þar sigraði Helga Hansdóttir í sínum flokki með miklum yfirburðum.  Og ekki nóg með það því að í mótslok var hún valin júdókona mótsins.  Þetta er enn einn sigurinn og viðurkenningin sem Helga vinnur til, en óhætt er að segja að sigurganga hennar síðustu árin sé óvenju glæsileg.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is