Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó

Almennt | Júdó
Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó
Anna Soffía á verðlaunapalli

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.

Að öðrum keppendum þá lenti Bernika Bernat í öðru sæti í sínum þyngdaflokki. Gylfi Rúnar Edduson og Hekla Dís Pálsdóttir lönduðu þriðja sæti í sínum þyngdaflokkum. Hekla bætti um betur og lenti í þriðja sæti í opnum flokki kvenna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is