Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp

Júdó
Alexander tekur þátt í Olympic Training Camp
Íslensku landsmennirnir

Alexander Heiðarsson er meðal hóps landsliðsmanna í júdó sem dvelur nú við æfingar í Mittersill í Austurríki. Búðirnar heita Olympic Training Camp og eru alþjóðlegar æfingabúðir og með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert. Að venju eru allir bestu júdómenn og konur heims á meðal þátttakenda.

Þessar æfingabúðir koma sér vel í undirbúningi okkar manna fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 26. janúar og önnur verkefni sem fyrirhuguð eru í framhaldi af því eins og Grand Slam í París og Dusseldorf og svo Matsumae Cup í Danmörku.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is