3 gull, 2 silfur og 1 brons á Kyu-móti JSÍ.

Júdó
Um helgina fór fram Kyu-mót JSÍ í Reykjavík.  Á kyu-mótum mega bara keppa þeir sem eru með lituð belti, svartbeltar mega ekki taka þátt.  KA sendi 7 keppendur og er óhætt að segja að frammistaðan hafi verið góð, en hún var eftirfarandi:
Skafti Þór Hannesson:  Hann keppti í -46kg 13-14 ára.  Skafti er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára og staðfesti getu sína rækilega á þessu móti með því að sigra örugglega.
Arnar Þór Björnsson:  Hann keppti í -50kg 13-14 ára.  Arnar hefur lengi haft alla burði til að vera í fremstu röð í sínum aldursflokki.  Á þessu móti steig hann upp og glímdi gríðarlega vel og sigraði.
Valbjörn Helgi Viðarsson:  Hann keppti í -90kg flokki fullorðinna.  Valbjörn er orðinn reyndur keppnismaður og áttu andstæðingar hans enga möguleika gegn honum og sigraði hann mjög örugglega.
Aron Daði Bjarnason:  Hann keppti í -73kg flokki fullorðinna og lenti í 2. sæti.  Aron hefur ekki æft lengi en er feykilegt efni.  Í úrslitaglímunni var hann kominn með vinningsstöðu en reynsluleysi varð honum að falli.
Arnar Már Viðarsson:  Hann keppti í +100kg flokki fullorðinna og lenti í 2. sæti.  Arnar er með mjög góða tækni og átti 2 fallegustu köst mótsins.
Kristín Ásta Guðmundsdóttir:  Hún keppti í opnum flokki kvenna og var langléttasti keppandinn þar.  Hún lenti í 3. sæti en var mjög óheppin að ná ekki 2. sætinu.
Kjartan Böðvar Knútsson:  Hann keppti í -55kg flokki 13-14 ára.  Hann náði ekki að vinna til verðlauna en glímda eigi að síður mjög vel og náði sér í mikilvæga keppnisreynslu á þessu móti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is