Ottó Björn á úrtaksæfingar hjá U-18

Þorvaldur Örlygsson þjálfari U-18 ára landsliðs karla í knattspyrnu hefur valið hóp leikmanna sem taka þátt í úrtaksæfingum dagana 1.-3. febrúar næstkomandi. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Ottó Björn og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
Lesa meira

Frábær árangur KA á Stefnumóti helgarinnar

Það var heldur betur líf og fjör um helgina þegar Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu fór fram í Boganum og á KA-velli. Alls léku 22 lið frá 13 félögum á mótinu og voru leiknir í heildina 55 leikir sem gera rúmlega 32 klukkutíma af fótbolta
Lesa meira

Þriðji stórsigur KA á Kjarnafæðismótinu

KA og Magni mættust í gærkvöldi í Kjarnafæðismótinu en fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sína leiki og eftir 2-2 jafntefli Þórs gegn Völsung fyrr um daginn var ljóst að liðið sem færi með sigur af hólmi í leiknum myndi taka bílstjórasætið í baráttunni um sigur á mótinu
Lesa meira

Stefnumót KA í 4. fl. kvenna um helgina

Í dag hefst Stefnumót KA fyrir 4. flokk kvenna í fótbolta en alls taka þátt 22 lið frá félögum hvaðanæva af landinu. Leikið verður bæði í Boganum og á KA-velli og má sjá niðurröðun mótsins hér fyrir neðan. Allir leikir í Boganum verða sýndir beint á KA-TV
Lesa meira

Björgvin Máni á úrtaksæfingar hjá U-15

Lúðvík Gunnarsson þjálfari U-15 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í dag hóp leikmanna sem tekur þátt í úrtaksæfingum 25.-27. janúar. KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Björgvin Máni Bjarnason og óskum við honum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum
Lesa meira

KA jakkar til sölu á ótrúlegu verði

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og Toppmenn og Sport eru nú með flotta Diadora KA jakka til sölu á ótrúlegu verði eða 3.990 krónur. Þetta eru sömu jakkar og fylgdu með æfingagjöldum um árið og því er takmarkað magn í boði
Lesa meira

Sandra María til Bayer Leverkusen

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA í knattspyrnu er nú genginn til liðs við Þýska liðið Bayer Leverkusen. Þetta er frábært skref fyrir Söndru sem hefur verið algjör lykilleikmaður í liði Þórs/KA frá árinu 2011 og var hún meðal annars valin besti leikmaður Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili
Lesa meira

Filip íþróttamaður KA 2018

91 árs afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur
Lesa meira

91 árs afmæli KA á sunnudag

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 91 árs afmæli sínu sunnudaginn 6. janúar næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 14:00. Boðið verður upp á léttar veitingar auk þess sem íþróttamaður KA verður verðlaunaður sem og Böggubikarinn verður afhentur. Við bjóðum alla velkomna til að taka þátt í gleðinni með okkur og hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

KA óskar ykkur gleðilegra jóla

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is