Tvíburarnir semja við KA

Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir semja við KA. Nökkvi og Þorri skrifuðu í dag undir 3 ára samning við KA og munu því leika með félaginu í Pepsi-deildinni í sumar
Lesa meira
Fótbolti - 20:00

Aðalfundur knattspyrnudeildar mánudaginn 18. febrúar

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 18. febrúar 2019 kl 20.00. Vonumst til að sjá sem flesta.
Lesa meira

KA á 5 fulltrúa í U21 ára landsliði Íslands í fótbolta

KA mun eiga fimm fulltrúa í U21 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga um miðjan mánuðinn. Þetta eru þeir: Aron Dagur Birnuson, Aron Elí Gíslason, Torfi Tímóteus Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson.
Lesa meira

KA vann Þór sem og Kjarnafæðismótið

KA og Þór mættust í kvöld í hreinum úrslitaleik í Kjarnafæðismótinu en leikurinn var liður í lokaumferð mótsins og dugði KA jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu. Þar sem liðin leika ekki í sömu deild þá vill oft verða meira undir í leik sem þessum og var ansi góð mætingin í Bogann í kvöld
Lesa meira

KA - Þór á morgun í Kjarnafæðismótinu

KA mætir Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins annaðkvöld í Boganum kl. 19:15. Allur aðgangseyrir að leiknum mun renna óskiptur til Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar en aðeins kostar 500 krónur inn á leikinn. Frítt er fyrir 16 ára og yngri. Athugið að ekki verður posi á svæðinu
Lesa meira

KA Podcastið - 30. janúar 2019

Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson mæta aftur með KA Podcastið eftir smá frí og fara þeir yfir stöðu mála í fótboltanum, handboltanum og blakinu enda ýmislegt búið að ganga á frá síðasta hlaðvarpsþætti
Lesa meira

Áfram fullt hús í Kjarnafæðismótinu

KA tók á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Kjarnafæðismótinu í dag en leikurinn var næstsíðasti leikur liðanna í mótinu. Fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga og markatöluna 22-0 en þurfti á sigri að halda til að fara upp fyrir Þór sem hafði leikið einum leik meira og var stigi fyrir ofan liðið
Lesa meira

Torfi Tímoteus á láni til KA

Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við knattspyrnudeild KA og mun því leika með liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Torfi, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, kemur til KA frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril og þekkir hann því ansi vel að klæðast gulu og bláu
Lesa meira

KA mætir Leikni F. á sunnudag

KA tekur á móti Leikni Fáskrúðsfirði í Boganum sunnudag kl. 14:15 í Kjarnafæðismótinu. KA liðið hefur leikið gríðarlega vel á mótinu og hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 22-0. Liðið hefur unnið stóra sigra á Völsung, KA2 og nú síðast Magna
Lesa meira

KA selur Bjarna Mark til IK Brage

Bjarni Mark Antonsson er genginn til liðs við sænska liðið IK Brage sem kaupir hann frá KA. Bjarni sem gekk aftur til liðs við KA fyrir síðasta tímabil og lék hreint út sagt stórkostlega með liðinu í Pepsi deildinni og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum stuðningsmannasveit KA
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is