Flýtilyklar
17.03.2019
Myndaveisla frá 1-1 leik KA og Fjölnis
KA og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 3 riðils í Lengjubikarnum í Boganum í dag en KA var fyrir leikinn búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu og þar við sat
Lesa meira
17.03.2019
KA mætir Fjölni í Lengjubikarnum í dag
KA leikur lokaleik sinn í riðli 3 í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag er liðið tekur á móti Fjölni í Boganum klukkan 16:30. KA er nú þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum enda hefur liðið unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og mun mæta ÍA í undanúrslitum mótsins
Lesa meira
15.03.2019
Ný leikmannasíða í fótboltanum
Það er farið að styttast í knattspyrnusumarið 2019 en KA leikur á sunnudaginn lokaleik sinn í riðlakeppni Lengjubikarsins er liðið tekur á móti Fjölni í Boganum kl. 16:30
Lesa meira
14.03.2019
Daníel og Torfi í U-21 landsliðinu
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Gudjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 landsliðs karla í knattspyrnu völdu í dag 20 manna hóp sem fer í æfinga- og keppnisferð til Spánar og Katar dagana 18.–26. mars. KA á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þeir Daníel Hafsteinsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson
Lesa meira
10.03.2019
Myndaveisla frá stórsigrinum á HK
KA vann 5-1 stórsigur á HK í Lengjubikarnum er liðin mættust í Boganum í gær. Með sigrinum tryggði KA sér sigur í riðli 3 og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Mörk KA gerðu þeir Andri Fannar Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Sæþór Olgeirsson, Þorri Mar Þórisson og Nökkvi Þeyr Þórisson
Lesa meira
09.03.2019
5-1 sigur á HK í Lengjubikarnum
KA vann HK í Lengjubikarnum í Boganum í dag 5-1. Staðan í hálfleik var 2-0 KA í vil. Með sigrinum er KA komið í undanúrslit Lengjubikarsins.
Lesa meira
08.03.2019
KA tekur á móti HK á laugardaginn (í beinni)
KA tekur á móti HK í næst síðustu umferð riðils 3 í Lengjubikarnum á laugardaginn kl. 15:00 í Boganum. KA er á toppnum með fullt hús stiga en aðeins efsta liðið fer áfram í undanúrslit keppninnar og því ansi mikilvægt að strákarnir haldi áfram á sigurbrautinni
Lesa meira
07.03.2019
Firmamóti KA í knattspyrnu frestað
Firmamóti KA í knattspyrnu sem átti að fara fram á morgun, föstudag, hefur verið frestað vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Við biðjumst velvirðingar á þessu og munum auglýsa síðar nýja dagsetningu á mótinu
Lesa meira
02.03.2019
Sigur á Aftureldingu í markaleik
KA lagði Aftureldingu af velli 3-5 í A-deild Lengjubikarsins í dag í Mosfellsbæ. Markalaust var í hálfleik en í þeim síðari komu mörkin á færibandi.
Lesa meira
02.03.2019
Afturelding - KA í Lengjubikarnum
KA sækir lið Aftureldingar heim á Varmárvöll í dag í 3. umferð Lengjubikars karla í knattspyrnu. KA liðið hefur farið vel af stað í mótinu til þessa og er á toppi 3. riðils í A-deild eftir 4-0 sigur á Val og 1-2 sigur á Fram. Mosfellingar hafa einnig farið vel af stað og eru með 4 stig eftir sína tvo leiki
Lesa meira