5 fulltrúar á úrtaksæfingum U16 landsliðanna

Dagana 20.-22 janúar næstkomandi eru úrtaksæfingar hjá bæði drengja- og stúlknalandsliðum Íslands í knattspyrnu skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. Þór/KA á þrjá fulltrúa kvennamegin og svo eru tveir frá KA í drengjaliðinu en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði
Lesa meira

Íþróttaveislan að hefjast á ný!

Eftir langa íþróttapásu undanfarna mánuði er loksins komið að því að við getum farið að fylgjast aftur með liðunum okkar. Þó er ljóst að einhver bið er í að áhorfendum verði hleypt á leiki en þess í stað stefnir KA-TV á að gefa enn frekar í og sýna frá hvort sem um ræðir leiki meistaraflokka eða yngriflokka félagsins
Lesa meira

Gígja og Brynjar íþróttafólk KA árið 2020

Á 93 ára afmælisfögnuði KA var árið gert upp og þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir. Þar ber hæst kjör á íþróttakarli og íþróttakonu KA á árinu. Deildir félagsins tilnefndu karl og konu úr sínum röðum en knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins og blakkonan Gígja Guðnadóttir valin íþróttakona ársins
Lesa meira

Rafrænn 93 ára afmælisfögnuður KA

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 93 ára afmæli sitt að þessu sinni með sjónvarpsþætti vegna Covid 19 stöðunnar. Í þættinum er íþróttakarl og íþróttakona ársins hjá félaginu kjörin auk þjálfara og liðs ársins. Böggubikarinn er að sjálfsögðu á sínum stað og Ingvar Már Gíslason formaður flytur ávarp sitt
Lesa meira

Ýmir Már framlengir við KA

Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA um tvö ár og njótum við því áfram krafta þessa öfluga miðjumanns. Ýmir sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar
Lesa meira

Aðstoðarþjálfari í 6. og 7. flokk óskast

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu leitar nú að aðstoðarþjálfara fyrir 6. og 7. flokk drengja. Flokkarnir æfa þrjár æfingar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar. Möguleiki er að þjálfa einungis á virkum dögum
Lesa meira

KA óskar ykkur gleðilegra jóla!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábæran stuðning sem og alla þá ómetanlegu sjálfboðavinnu sem unnin var fyrir félagið á árinu sem nú er að líða
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttafólks KA árið 2020

Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins

Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
Lesa meira

Brynjar Ingi bestur, Sveinn efnilegastur

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið valinn besti leikmaður KA sumarið 2020 en Brynjar Ingi sem er nýorðinn 21 árs stóð fyrir sínu og rúmlega það í vörn KA liðsins. Brynjar lék alla 20 leiki KA í deild og bikar á nýliðnu sumri og skoraði auk þess sín fyrstu tvö mörk fyrir félagið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is