Flýtilyklar
Yngriflokkaþjálfarar í knattspyrnu
Nú er undirbúningur hafinn fyrir tímabilið 2018-2019 í yngriflokkum KA í knattspyrnu. Stefnan er að halda áfram að bæta starfið og er því mikilvægt að hafa öfluga þjálfara. Við erum heppin að vera með marga slíka en erum að athuga hvort fleiri öflugir einstaklingar eru klárir að þjálfa fyrir félagið.
Við leitum því eftir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingum í knattspyrnuþjálfun yngriflokka frá og með haustinu. Leitað er eftir einstaklingum sem eru góðir í mannlegum samskiptum og hafa brennandi áhuga að koma að uppbyggingarstarfi félagsins.
Umsóknir skulu sendast fyrir 7. ágúst næstkomandi á netfangið alli@ka.is. Við hvetjum alla áhugasama að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari KA, Aðalbjörn Hannesson, sími 691-6456 eða alli@ka.is.