Valdimar Logi framlengir út 2026

Fótbolti

Valdimar Logi Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Valdi er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem hefur á undanförnum árum verið að vinna sér stærra og stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA.

Valdi sem er nýorðinn 18 ára gamall hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 11 keppnisleiki fyrir meistaraflokk KA. Hann lék sinn fyrsta leik sumarið 2022 þá 16 ára gamall er KA sló út Reyni Sandgerði í Mjólkurbikarnum. Á síðasta sumri kom hann við sögu í 10 leikjum en þar af voru tveir í Evrópukeppninni.

Þá er hann einnig fastamaður í yngrilandsliðshópum og hefur hann nú þegar leikið fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd. Það er afar jákvætt að Valdi sé búinn að skrifa undir nýjan samning og ekki spurning að það verður spennandi að fylgjast áfram með framgöngu hans í gula og bláa búningnum og sjá hans hlutverk í liði okkar stækka.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is