Úrslitin í 5. flokki kvenna á laugardag

Fótbolti
Úrslitin í 5. flokki kvenna á laugardag
Stelpurnar eru klárar í slaginn!

5. flokkur kvenna leikur til úrslita á Íslandsmótinu bæði í A og B liðum á Greifavellinum á morgun. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér að kóróna tímabilið með stæl á heimavelli. Það er því um að gera að mæta á völlinn og styðja stelpurnar á stóra sviðinu!

A-liðið leikur gegn FH kl. 15:00 og B-liðið gegn Breiðablik kl. 16:30. Báðir leikir verða í beinni á KA-TV fyrir þá sem ekki komast á völlinn og er hægt að nálgast útsendingarnar tvær hér fyrir neðan, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is