Úrslitaleikur Lengjubikarsins á sunnudag

Fótbolti

Fótboltaveislan hefst um helgina er KA tekur á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins á Greifavellinum á sunnudaginn klukkan 16:00. KA liðið hefur leikið afar vel á undirbúningstímabilinu og vann á dögunum Kjarnafæðismótið og það án þess að fá á sig í mark.

Nú er hinsvegar komið að úrslitaleik Lengjubikarsins en KA hefur aldrei hampað sigri í þeirri keppni. Andstæðingar okkar að þessu sinni eru Valsmenn sem hafa litið afar vel út á undirbúningstímabilinu og hafa ekki fengið á sig mark í keppninni en liðinu stýrir enginn annar en Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari KA.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs, það er bikar í húfi og þá er þetta frábær leikur til að koma sér í gírinn fyrir fyrsta heimaleikinn í Bestu deildinni sem er þann 10. apríl þegar KR mætir norður.

Fyrir þá sem ekki komast á leik helgarinnar þá er hann í beinni á Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is