Flýtilyklar
Undanúrslit Lengjubikarsins í kvöld
21.03.2019
Fótbolti
KA mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag klukkan 18:00. Strákarnir hafa ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu og ætla sér í úrslitaleikinn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KR og FH.
Þetta er þriðja árið í röð sem KA fer í undanúrslit Lengjubikarsins og í fjórða skiptið á síðustu fimm árum. KA lék til úrslita árið 2015 en hefur ekki hampað sigri á mótinu til þessa.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta upp á Skaga en fyrir þá sem hafa ekki tök á því þá er leikurinn í beinni á Stöð2 Sport, áfram KA!