Tvær vikur í fyrsta leik í Bestu deildinni | Ársmiðasala hafin!

Fótbolti
Tvær vikur í fyrsta leik í Bestu deildinni | Ársmiðasala hafin!
Mynd: Skapti Hallgrímsson

Nú eru aðeins tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.

Hér á heimasíðu KA ætlum við að hafa niðurtalningu með allskonar skemmtiefni þangað til að fyrsti leikur hefst. Við ætlum að rifja upp gamalt efni, ásamt því að kynnast liðinu okkar fyrir komandi sumar og rýna í hvað sérfræðingarnir hafa að segja um KA!

Nú þegar er KA búið að tryggja sér sigur í Kjarnafæðismótinu og spilar til úrslita í Lengjubikarnum 2. apríl næstkomandi. KA er einnig að fara í fyrsta sinn í Evrópukeppni í nærri tvo áratugi í sumar - það eru því spennandi tímar framundan!

Kynning á liði sumarsins og þjálfarateymi fer svo fram í KA-heimilinu í hádeginu 31. mars. Klukkan 12:10.

Þá er ársmiðasala hafin í Stubb appinu. Í ár verða allir miðar og ársmiðar rafrænir og er um að gera að tryggja sér árskort sem fyrst í gegnum https://stubbur.app/

Þeir sem eiga ársmiða hjá félaginu verða að hafa samband við agust@ka.is 

Það geta allir farið að hlakka til sumarsins á Akureyri þó að nýkomin Lóan sé sennilega frekar köld um þessar mundir en stuðningsmenn KA eru bjartsýnir fyrir komandi sumri!

Fylgist vel með næstu daga á heimasíðu félagsins og áfram KA


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is