Flýtilyklar
Tryggðu þér miða á stórleikinn í Stubb!
KA tekur á móti Breiðablik á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Þetta er einhver stærsti leikur sem félagið hefur spilað í langan tíma en með sigri væri KA aðeins þremur stigum frá sjálfu toppsæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.
Vegna þeirra sóttvarnarreglna sem nú eru í gildi eru aðeins 400 miðar í boði, 200 í stúku og 200 á grassvæði. Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að mæta á leikinn að tryggja sér miða sem allra fyrst í miðasöluappinu Stubb en miðasala er hafin.
Eins og fyrr segir er gríðarlega mikið í húfi í leiknum, efstu tvö lið deildarinnar fara í evrópukeppni en þriðja sætið mun einnig gefa þátttökurétt í evrópukeppni ef annað af efstu tveimur liðunum verður Bikarmeistari.