Tryggðu þér Íslenska knattspyrnu 2024 með KA forsíðu!

Fótbolti
Tryggðu þér Íslenska knattspyrnu 2024 með KA forsíðu!
Ekki missa af eigulegustu bók síðari ára!

KA og Sögur útgáfa hafa sameinast um framleiðslu á sérstakri útgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna 2024 eftir Víði Sigurðsson. Bókin er með sérstakri KA forsíðu og er heldur betur glæsileg minning um hinn magnaða Bikarmeistaratitil sem vannst í sumar.

Alvöru KA-menn ættu ekki að láta þetta frábæra tækifæri framhjá sér fara en bókin er einnig frábær jólagjöf. Eintakið kostar 7.500 krónur og verður afhent fyrir jól.

Þá munum við bjóða upp á tækifæri að fá leikmenn KA til að árita bókina glæsilegu.

Athugið að upplag er takmarkað og virkar einfaldlega fyrstur pantar fyrstur fær. Pantanir fara fram hér fyrir neðan. Allar spurningar varðandi útgáfuna svarar Ágúst í agust@ka.is

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is