Flýtilyklar
Þrjár úr Þór/KA á úrtaksæfingum U15
17.02.2020
Fótbolti
Þór/KA á þrjá fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna sem fara fram dagana 24.-26. febrúar næstkomandi. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari landsliðsins og mun því stýra æfingunum sem fara fram í Skessunni í Kaplakrika.
Stelpurnar sem voru valdar úr okkar röðum eru þær Ísabella Óskarsdóttir, Una Móeiður Hlynsdóttir og Steingerður Snorradóttir.
Við óskum þeim til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.