Flýtilyklar
Þrír frá KA í U15 sem leikur gegn Finnum
15.09.2021
Fótbolti
U15 ára landslið Íslands í knattspyrnu leikur tvo æfingaleiki við Finna dagana 20.-24. september næstkomandi. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. september en leikirnir fara svo fram í Mikkeli í Finnlandi.
KA á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Nóel Atli Arnórsson. Þeir Elvar og Ívar hafa báðir fengið smjörþefinn af meistaraflokksliði KA og þá er hann Nóel í akademíu AAB í Álaborg í Danmörku.
Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis í þessu spennandi verkefni.