Flýtilyklar
Þrír frá KA á úrtaksæfingum U16
KA á þrjá fulltrúa í úrtakshóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 17.-19. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði.
Strákarnir hafa allir verið viðloðandi landsliðshópinn undanfarin ár og hafa þrátt fyrir ungan aldur allir fengið tækifæri með meistaraflokksliði KA. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar í 4. flokki í fyrra og ljóst að það verður spennandi að fylgjast með þeirra framgöngu á næstunni.
Þá er Lorenzo Sindri Avalos einnig í hópnum en hann leikur með San Jose Earthquakes en Lorenzo er með mikla KA tengingu og hefur iðulega æft með KA á sumrin og gaman að sjá hann fá tækifærið ásamt þeim Elvari, Ívari og Valda.
Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.