Flýtilyklar
Þrif eftir N1-mótið, óskum eftir þér!
07.07.2018
Fótbolti
Þá er N1-móti KA lokið í ár og tókst afar vel til, fjölmargir KA-menn lögðu hönd á plóg til að láta þetta risastóra mót ganga upp. Gríðarlegur fjöldi fólks var á svæðinu okkar enda er þessi helgi orðin stærsta ferðahelgi ársins hér á Akureyri.
Á morgun, sunnudag, kl. 12:00 ætlum við svo að mæta í KA-Heimilið og þrífa bæði húsið sem og svæðið okkar. Við óskum eftir sem flestum til að koma og aðstoða enda vinna margar hendur létt verk. Að verki loknu verður svo grillveisla fyrir þá sem aðstoðuðu.
Hlökkum til að sjá ykkur og á sama tíma þökkum við fyrir frábært N1-mót!