Þór/KA sækir Wolfsburg heim á morgun

Fótbolti
Þór/KA sækir Wolfsburg heim á morgun
Þessar eru klárar í slaginn! (mynd: Þórir Tryggva)

Síðari viðureign Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun í Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og stefnir Wolfsburg á að sýna leikinn beint á facebook síðu sinni. Hægt er að nálgast hana með því að smella hér.

Wolfsburg sem er eitt besta félagslið í heimi leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn sem fór fram á Þórsvelli. Það er því ljóst að Þór/KA verður að skora í Þýskalandi sem gerir verkefnið ansi erfitt. Það má þó ekki gleyma því að stelpurnar fóru á kostum í Pepsi deildinni í sumar þar sem liðið skoraði flest mörk eða alls 49 í 18 leikjum. Hér má sjá markasyrpu frá sumrinu til þessa.

Það er þó áfall að Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Mayor munu ekki leika með liðinu en þær eru í undirbúningi með Mexíkóska landsliðinu fyrir undankeppni HM. Það er þó alltaf möguleiki í knattspyrnu og hvetjum við ykkur að sjálfsögðu til að fylgjast með gangi mála hjá stelpunum á morgun, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is