Þór/KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu

Fótbolti

Undirbúningstímabilið í fótboltanum er farið af stað og klukkan 15:00 hefur Þór/KA leik á Kjarnafæðismótinu þegar liðið mætir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Boganum. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því að keppni í sumar var aflýst.

Þetta er í annað skiptið sem keppt er í kvennaflokki á Kjarnafæðismótinu og stóð Þór/KA uppi sem sigurvegari í fyrra. Að vísu náðist ekki að leika alla leikina vegna Covid veirunnar en vonandi verður hægt að leika mótið í ár til fulls.

Það má búast við spennandi móti en Tindastóll vann sér keppnisrétt í efstu deild með sigri í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og ljóst að það verða því tvö norðanlið í Pepsi Max deildinni í ár.

Athugið að áhorfendur eru ekki leyfðir á leiknum en hann verður í beinni útsendingu á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is