Flýtilyklar
Takk fyrir frábæran stuðning á Dalvíkurvelli!
Það hefur ekki farið framhjá neinum að KA hefur spilað heimaleiki sína til þessa á Dalvíkurvelli. Þrátt fyrir að þurfa að gera sér ferð út fyrir bæjarmörkin og svo aftur heim hefur mikill fjöldi stuðningsmanna okkar ekki látið það stoppa sig og hefur mætingin á leikina á Dalvík verið til fyrirmyndar.
Það er algjörlega ómetanlegt fyrir íþróttafélag eins og KA að finna fyrir þeim mikla stuðning og meðbyr sem þið stuðningsmenn og félagsmenn félagsins gefið frá ykkur. Nú er hinsvegar ljóst að við getum aftur farið að leika heimaleiki okkar á Akureyri og hlökkum við mikið til að sjá ykkur á Greifavellinum þann 18. júlí næstkomandi þegar HK kemur í heimsókn.
Smelltu á myndina til að skoða myndir af áhorfendum á Dalvíkurvelli
Þórir Tryggvason ljósmyndari býður hér til myndaveislu af ykkur kæru stuðningsmenn frá síðasta leik á Dalvíkurvelli.
Á sama tíma og við kunnum ykkur bestu þakkir fyrir stuðninginn þökkum við Dalvíkingum kærlega fyrir frábærar móttökur en ekki nóg með að veita okkur aðgang að vellinum sínum þá stukku þeir til í öll verk sem tilheyra leik í efstu deild og var algjörlega frábært að vinna með þeim ótal snillingum sem gefa sig fyrir fótboltann í Dalvík.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leik KA og KR