Flýtilyklar
Sveinn Margeir til liðs við KA
Sveinn Margeir Hauksson skrifaði rétt í þessu undir samning við KA sem gildir út keppnistímabilið 2022 en KA og Dalvík hafa náð saman um félagaskipti leikmannsins. Sveinn Margeir mun þó klára núverandi tímabil með Dalvík á láni frá KA.
Sveinn Margeir er fæddur árið 2001 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður í liði Dalvík/Reyni síðustu tvö tímabil og er búinn að spila 30 leiki fyrir félagið. Sveinn var valinn í lið ársins í 3. deildinni sumarið 2018 á fotbolti.net og voru mörg lið í Pepsi-deildinni á eftir þessum efnilega leikmanni.
Sveinn Margeir hefur leikið í yngri flokkum með KA og því má segja að hann sé að koma aftur í gult og blátt og hlökkum við til að sjá hann klæðast treyjunni á næstu árum.