Flýtilyklar
Stórleikur hjá Þór/KA í kvöld
15.07.2019
Fótbolti
Það er enginn smá leikur framundan hjá Þór/KA í kvöld er liðið tekur á móti stórliði Vals í 10. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Fyrir leikinn er Valur á toppi deildarinnar og hefur einungis tapað tveimur stigum. Á sama tíma er okkar lið í 3. sætinu og má því búast við hörkuleik.
Valskonur unnu mjög sannfærandi 5-2 sigur í fyrri leik deildarinnar en stelpurnar sýndu frábæran karakter með því að hefna ófaranna í bikarslag liðanna á dögunum og unnu þá 3-2 sigur og slógu þar með Val úr leik.
Það er klárt mál að leikurinn í kvöld verður spennandi og skemmtilegur og hlökkum við til að sjá ykkur kl. 18:00 á Þórsvelli, áfram Þór/KA!