Snorri Kristinsson skrifar þriggja ára samning

Fótbolti

Snorri Kristinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út sumarið 2027. Snorri er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA og verður gaman að fylgjast með framgöngu hans næstu árin.

Snorri sem er fæddur 2009 og leikur bæði á miðjunni sem og sem bakvörður hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið þrjá leiki með meistaraflokk KA en tveir þeirra komu í Bestu deildinni og einn í Mjólkurbikarnum, en allir þessir þrír leikir unnust að sjálfsögðu.

Hann hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og hefur átt fast sæti í U15 ára landsliði Íslands þar sem hann hefur tekið þátt í þremur landsleikjum. Snorri er ósérhlífinn, duglegur og áræðinn leikmaður sem gefur alltaf allt í sinn leik.

Þrátt fyrir að vera á yngra ári í 3. flokki í sumar átti hann marga mjög góða leiki með Íslandsmeisturum 2. flokks. Á lokahófi þeirra var hann valinn efnilegasti leikmaður flokksins. Þar áður varð hann Íslandsmeistari sem og Bikarmeistari með 3. flokki sumarið 2023.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is