Flýtilyklar
Skráning í hópferð á FH - KA á föstudaginn
08.05.2019
Fótbolti
KA vann glæsilegan sigur á Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn og nú á föstudaginn sækir liðið stórlið FH heim. Leikurinn hefst kl. 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana sem eru staðráðnir í að bæta við stigasöfnunina á föstudaginn.
Schiötharar stuðningsmannasveit KA er með hópferð á leikinn frá Akureyri og hvetjum við ykkur að sjálfsögðu til að skrá ykkur og taka þátt í þeirri stemningu. Lagt verður af stað kl. 12:00 og kostar ferðin einungis 3.000 krónur (2.000 kr fyrir Schiöthara bakverði) og er miði á leikinn innifalið í verðinu.