Síðari leikur KA og Nomads á fimmtudag

Fótbolti

KA sækir Connah's Quay Nomads heim á morgun, fimmtudag, klukkan 18:00 í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. KA leiðir 2-0 eftir frábæran sigur á Framvellinum og klárt að strákarnir ætla sér í næstu umferð!

Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og verður að hrósa Stöð 2 Sport fyrir frábæra umfjöllun á Evrópuverkefni okkar KA-manna sem og annarra íslenskra liða.

Strákarnir okkar flugu frá Akureyri í gær, þriðjudag, og hafa komið sér vel fyrir á hóteli í Oswestry en leikurinn fer fram á Park Hall Stadium í Oswestry. Það er ekki heimavöllur Connah's Quay Nomads en þeir eru í sömu stöðu og við KA-menn með heimavöll sinn og þurfa því að fá lánsvöll fyrir heimaleikinn.

Við hvetjum ykkur eindregið til að fylgjast vel með gangi mála og senda góða strauma yfir á Park Hall hér í Oswestry, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is