Sex frá KA og Þór/KA í UEFA Development

Fótbolti

KA og Þór/KA eiga alls sex fulltrúa í U16 ára landsliðshópum karla og kvenna sem taka þátt í UEFA Development Tournament á næstunni. Framundan eru ansi spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvernig okkar fulltrúum vegnar á mótunum.

Þær Angela Mary Helgadóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir úr Þór/KA eru í stúlknalandsliðinu sem leikur á Portúgal og mætir þar liðum Portúgals, Spánar og Austurríkis. Mótið fer fram dagana 11.-18. maí næstkomandi en Ísland mætir Portúgal 12. maí, Spáni 14. maí og Austurríki 17. maí.

Þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Nóel Atli Arnórsson eru í drengjalandsliðinu sem leikur í Rönneby í Svíþjóð. En Ísland mun leika gegn Svíþjóð, Sviss og Írlandi á mótinu sem fer fram dagana 10.-16. maí. Ísland mætir Svíþjóð 11. maí, Sviss 13. maí og Írlandi 16. maí.

Heldur betur spennandi verkefni framundan og óskum við okkar mögnuðu fulltrúum til hamingju með valið sem og góðs gengis.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is