Sebastiaan Brebels til liðs við KA

Fótbolti
Sebastiaan Brebels til liðs við KA
Bjóðum Sebastiaan velkominn í KA!

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Belgann Sebastiaan Brebels. Sebastiaan er 26 ára miðjumaður sem kemur til liðs KA frá Lommel í Belgíu.

Sebastiaan hefur staðið sig vel og leikið alla leikina fyrir Lommel á núverandi keppnistímabili þar sem hann hefur skorað 3 mörk í 14 leikjum en samtals hefur Sebastiaan leikið 105 leiki fyrir Lommel og skorað í þeim 9 mörk.

KA hefur náð samkomulagi við Lommel og er Sebastiaan væntanlegur til landsins á næstu dögum. Það verður gaman að sjá þennan öfluga leikmann í KA-búningnum á komandi tímabili og bjóðum við hann velkominn norður.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is