Flýtilyklar
Rut og Agnes Birta framlengja við Þór/KA
Í gær framlengdi Þór/KA samninga sína við þær Rut Matthíasdóttur og Agnes Birtu Stefánsdóttur. Báðir samningar gilda til loka árs 2021 og er mikil ánægja innan herbúða liðsins með að halda þessum öflugu leikmönnum í sínum röðum.
Rut Matthíasdóttir er varnarmaður sem verður 23 ára gömul síðar á árinu. Hún á að baki 17 leiki með Þór/KA í deild og bikar auk þess sem hún hefur leikið 3 leiki fyrir liðið í Meistaradeild Evrópu.
Agnes Birta Stefánsdóttir er 22 ára gömul og spilar sem miðjumaður. Agnes á að baki 23 leiki í deild og bikar með meistaraflokki en þar af eru 12 leikir með Hömrunum þar sem hún lék sumarið 2018 sem lánsmaður frá Þór/KA.
Nói Björnsson stjórnarmaður í Þór/KA undirritaði samningana fyrir hönd félagsins og óskum við bæði Þór/KA og þeim Rut og Agnesi Birtu til hamingju með nýju samningana.