RISA myndaveisla frá bikarsigri KA!

Fótbolti
RISA myndaveisla frá bikarsigri KA!
Bikarmeistarar! (mynd: Eyjólfur Garðarsson)

KA er Bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skiptið í sögu félagsins eftir stórkostlegan 2-0 sigur á Víkingum á Laugardalsvelli. Það má með sanni segja að þetta hafi verið okkar dagur en rúmlega 1.600 stuðningsmenn KA mynduðu ógleymanlega stemningu bæði fyrir leik sem og á leiknum sjálfum.

Þessi magnaði stuðningur skilaði sér heldur betur inn á völlinn því strákarnir okkar voru stórkostlegir og sigur liðsins fyllilega verðskuldaður.

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari fangaði stemninguna frábærlega og kunnum við honum bestu þakkir fyrir hans magnaða framtak. Eyjólfur mætti fyrir leik á stuðningsmannaupphitun KA-manna á Ölver og skilar hér af sér rúmlega 300 myndum af gulum og glöðum bikarmeisturum KA!


Smelltu á myndina til að skoða myndir Eyjólfs


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is