Flýtilyklar
Nýársbolti meistaraflokks KA
21.12.2024
Fótbolti
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarin ár boðið upp á stórskemmtilegar æfingar fyrir hressa og metnaðarfulla krakka í kringum hátíðarnar. Í þetta skipti verða æfingarnar dagana 3. og 4. janúar en æfingarnar eru fyrir 4., 5. og 6. flokk.
Hefðbundnar æfingar verða ekki byrjaðar og þetta hefur alltaf orðið að mjög skemmtilegri stund þar sem myndast góð stemning og yngri iðkendur fá að tengjast og kynnast meistaraflokknum og öfugt.
Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár en í grunninn verður tvískipt eftir aldri og síðan skipt í minni hópa.
Skráning fer fram í gegnum Abler - smelltu hér til að opna skráninguna
Verð er 6.900 krónur en öllum fyrirspurnum svarar Andri Fannar í netfanginu andri@ka.is