Flýtilyklar
Nökkvi Þeyr framlengir við KA út 2022
18.12.2019
Fótbolti
Nökkvi Þeyr Þórisson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda er Nökkvi gríðarlega öflugur leikmaður þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri.
Nökkvi spilaði 18 leiki í deild og bikar fyrir KA á nýliðnu sumri og gerði í þeim tvö mörk. Hann kom til liðs við KA frá Dalvík/Reyni þar sem hann hjálpaði liðinu að tryggja sig upp um deild sumarið 2018. Þar áður var hann á mála hjá Hannover 96 í Þýskalandi.
Við gleðjumst mikið yfir því að halda Nökkva innan okkar raða og hlökkum mikið til að fylgjast með honum á komandi sumri.