Flýtilyklar
Myndaveislur frá sigri KA á Val
06.05.2019
Fótbolti
KA vann glæsilegan 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals á Greifavellinum í gær fyrir framan rúmlega 1.000 KA menn. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark KA í síðari hálfleik úr vítaspyrnu og má með sanni segja að gleðin hafi verið allsráðandi hjá okkur gulklæddu.
Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og bjóða hér upp á myndaveislu frá leiknum. Á sama tíma viljum við þakka ykkur kærlega fyrir ómetanlegan stuðning í gær, þetta var algjörlega stórkostlegt!
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum