Flýtilyklar
Myndaveislur frá leik KA og Breiðabliks
16.05.2019
Fótbolti
KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar karla á Greifavellinum í gær. Mætingin á leikinn var til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns lögðu leið sína á völlinn og er virkilega gaman að finna fyrir stuðningnum bakvið KA liðið í sumar. Þrátt fyrir fína spilamennsku strákanna voru það gestirnir sem fóru með 0-1 sigur af hólmi.
Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og má sjá myndaveislur þeirra frá leiknum með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum