Flýtilyklar
Myndaveislur frá hörkuleik KA og ÍA
KA og ÍA mættust í svakalegum baráttuleik á Greifavellinum í gær. Leikmenn voru fastir fyrir og létu svo sannarlega finna fyrir sér, alls fóru 9 spjöld á loft í gær, þar af 6 í fyrri hálfleik. Að lokum þurftu liðin að skipta stigunum á milli sín eftir 1-1 jafntefli.
Rúmlega 1.000 áhorfendur mættu á leikinn og er frábært að finna fyrir þeim stuðning sem er bakvið liðið okkar. Þeir Egill Bjarni Friðjónsson og Sævar Geir Sigurjónsson voru með myndavélina á lofti og er hægt að skoða myndir þeirra félaga með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.
Við sjáumst svo aftur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar FH kemur í heimsókn.
Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum
Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum