Mikkel Qvist snýr aftur í KA

Fótbolti
Mikkel Qvist snýr aftur í KA
Velkommen igen Mikkel! (mynd: Egill Bjarni)

Mikkel Qvist snýr aftur til liðs við KA en knattspyrnudeild KA og Horsens hafa náð saman um lánsamning út núverandi leiktíð. Mikkel sem vakti verðskuldaða athygli með KA liðinu á síðustu leiktíð en hann lék alls 17 leiki í deild og bikar og gerði í þeim eitt mark. Þá hefur hann leikið 81 leik fyrir Horsens í efstu deild og dönsku bikarkeppninni. Á síðasta tímabili spilaði Mikkel á láni hjá HB Køge í dönsku b-deildinni.

Í kjölfar sölunnar á Brynjar Inga Bjarnasyni til Lecce var ljóst að knattspyrnudeildin þyrfti að bregðast við og það er frábært að fá Mikkel aftur til liðs við okkur. Mikkel sem er stór og stæðilegur, en hann er 26 ára gamall varnarmaður, er 203 cm á hæð. Hann er fastur fyrir og öflugur í loftinu auk þess sem hann er líkamlega sterkur og getur kastað boltanum ansi langt í innköstum.

KA liðið hefur farið vel af stað í sumar og afar mikilvægt að fá leikmann eins og Mikkel inn á þessum tímapunkti sem þekkir hópinn sem og félagið vel. Auk þess að vera öflugur innan vallar þá er Mikkel frábær persóna utan hans og smellpassar í okkar flotta lið. Bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur í KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is