Flýtilyklar
Mikilvægur heimaleikur gegn FH á sunnudag
26.07.2019
Fótbolti
Það er risaleikur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar strákarnir taka á móti FH. 13 umferðir eru búnar í Pepsi Max deildinni og má með sanni segja að mikil spenna sé framundan. KA liðið er í 10.-11. sæti með 13 stig en FH er í 6. sætinu með 19 stig. Sigur á sunnudaginn myndi því breyta ansi miklu.
Stuðningurinn í sumar hefur verið til fyrirmyndar og algjörlega ómetanlegur. Við þurfum svo sannarlega áfram á ykkur aðstoð að halda kæru KA-menn og hlökkum til að sjá ykkur í stúkunni á sunnudaginn kl. 17:00, áfram KA!