Flýtilyklar
Mikilvægur heimaleikur á sunnudaginn!
KA tekur á móti Breiðablik á sunnudag í fyrsta leik í Pepsi deildinni eftir HM hlé og er leikurinn liður í 10. umferð deildarinnar. Heimavöllurinn hefur reynst KA liðinu gríðarlega mikilvægur og það mun reyna á stuðning okkar í stúkunni á sunnudaginn enda er Breiðablik með hörkulið.
Fyrir leikinn er KA með 8 stig í 10. sætinu og ljóst að liðið þarf að fara að hala inn fleiri stigum til að lyfta sér frá botnbaráttunni. Til að það gangi upp þurfum við öll að styðja liðið okkar enda er KA okkar félag jafnt í blíðu sem og í stríðu.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður ýmislegt skemmtilegt í boði eins og að venju í sumar. Lemon mætir með veitingabílinn sinn, Schiöthararnir verða með opið hús í Njálsbúð, ársmiða- og krakkahappdrættið heldur áfram og meira skemmtilegt.
Nú þurfum við einfaldlega á öllu okkar fólki að halda í stúkunni, fjölmennum og styðjum okkar frábæra lið til sigurs, áfram KA!