Kynningarkvöld fyrir sumarið á mánudaginn

Fótbolti
Kynningarkvöld fyrir sumarið á mánudaginn
Veislan er að hefjast gott fólk!

Knattspyrnudeild KA stendur fyrir kynningarkvöldi á Bryggjunni á mánudaginn klukkan 20:00. KA hefur leik í Bestu deildinni þann 20. apríl og um að gera að koma sér í gírinn.

Léttar veitingar verða á boðstólum, kynning á leikmönnum og ársmiðasala í fullum gangi. Hlökkum til að sjá ykkur!

Við minnum á að ársmiðasalan er hafin í Stubbsappinu og því auðvelt að festa kaup á ársmiða. Í boði eru fjórir valmöguleikar:

Bronsmiði - 20.000 kr

Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni.

Bronsmiði 16-25 ára - 12.500 kr

Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni fyrir 16-25 ára.

Silfurmiði - 30.000 kr

Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.

Gullmiði - 50.000 kr

Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Bestu deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa.

Athugið að ef einhverjar spurningar eru varðandi Stubb er hægt að hafa samband við agust@ka.is


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is