Flýtilyklar
Kjarnafæðismótið hefst um helgina (leikjaplan)
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu hefst um helgina en þá mætast KA2 og Þór í Boganum á sunnudag klukkan 13:15. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum en KA teflir fram þremur liðum í ár í karlaflokki. Leikið verður í Boganum.
Þá verður Þór/KA sem og Hamrarnir með í kvennaflokki en í fyrsta skiptið verður leikið í kvennaflokki á mótinu og er það gríðarlega ánægjulegt skref. Alls eru skráð fimm lið til leiks hjá konunum en liðin eru 13 í karlaflokki, sjö í A deild og sex í B deild. KDN, Knattspyrnudómarafélag Norðurlands, heldur utan um mótið rétt eins og undanfarin ár.
KA sigraði mótið í fyrra eftir 2-1 sigur á Þór í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Að þessu sinni eru Þór, Magni, Völsungur, Dalvík/Reynir, Leiknir Fáskrúðsfirði og KA2 keppinautar liðsins í A deildinni.
Þrjú lið mæta alla leið frá Austurlandi til að taka þátt í mótinu. Áðurnefndir Leiknismenn taka þátt í A deild Karla en einnig tekur Huginn/Höttur þátt í B deildinni. Að auki tekur Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur þátt í A deild Kvenna.
Fimm leikir munu fara fram fyrir jól en síðan mun verða leikið þétt í janúar og fram í byrjun febrúar áður en aðrar keppnir hefjast á vegum KSÍ.
Fyrsti leikur aðalliðs KA á mótinu er laugardaginn 14. desember klukkan 15:15 er strákarnir mæta Völsung. Þór/KA hefur einnig leik gegn Völsung en sá leikur fer fram 5. janúar. Annars er skipting liðanna niður í deildir með þessum hætti:
A-deild karla: Dalvík/Reynir, KA, KA2, Leiknir F, Magni, Völsungur, Þór
B-deild karla: KA3, Huginn/Höttur, KF, Samherjar, Tindastóll, Þór2
A-deild kvenna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, Hamrarnir, Tindastóll, Völsungur, Þór/KA
Riðill | Dags | Tími | Heimalið - Gestalið |
A | 8.des | 13:15 | Þór - KA2 |
B | 13.des | 21:15 | Samherjar - Þór2 |
A | 14.des | 15:15 | KA - Völsungur |
A | 15.des | 13:15 | Þór - Dalvík/Reynir |
A | 18.des | 20:45 | KA - KA2 |
A | 19.des | 20:30 | Magni - Dalvík/Reynir |
KVK | 3.jan | 20:15 | Hamrarnir - Tindastóll |
A | 4.jan | 15:15 | KA2 - Magni |
B | 4.jan | 17:15 | KA3 - Huginn/Höttur |
A | 4.jan | 19:15 | Dalvík/Reynir - Völsungur |
A | 5.jan | 13:15 | Þór - Leiknir F. |
KVK | 5.jan | 15:15 | Þór/KA - Völsungur |
B | 5.jan | 18:15 | Þór2 - Tindastóll |
B | 5.jan | 20:15 | KF - Samherjar |
A | 10.jan | 19:15 | KA - Magni |
B | 10.jan | 21:15 | Þór2 - KF |
A | 11.jan | 17:15 | Dalvík/Reynir - Leiknir F. |
KVK | 11.jan | 19:15 | Völsungur - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. |
A | 12.jan | 13:15 | Þór - Völsungur |
KVK | 12.jan | 15:15 | Tindastóll - Þór/KA |
B | 12.jan | 18:15 | Huginn/Höttur - Tindastóll |
A | 15.jan | 17:30 | Þór - Magni |
B | 17.jan | 21:15 | KF - Huginn/Höttur |
A | 18.jan | 15:15 | KA - Leiknir F. |
A | 18.jan | 13:00 | KA2 - Völsungur |
KVK | 18.jan | 17:15 | Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. - Tindastóll |
KVK | 19.jan | 15:15 | Þór/KA - Hamrarnir |
B | 19.jan | 18:15 | Samherjar - Tindastóll |
B | 22.jan | 20:45 | KA3 - Samherjar |
KVK | 24.jan | 20:15 | Hamrarnir - Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. |
A | 25.jan | 15:15 | KA - Dalvík/Reynir |
A | 25.jan | 17:15 | Leiknir F. - Magni |
B | 25.jan | 19:15 | Tindastóll - KF |
KVK | 26.jan | 18:15 | Tindastóll - Völsungur |
B | 29.jan | 20:45 | Þór2 - KA3 |
KVK | 31.jan | 20:15 | Völsungur - Hamrarnir |
A | 1.feb | 15:15 | KA - Þór |
A | 1.feb | 17:15 | Völsungur - Leiknir F. |
B | 1.feb | 19:15 | Huginn/Höttur - Samherjar |
KVK | 2.feb | 15:15 | Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. - Þór/KA |
A | 2.feb | 18:15 | KA2 - Dalvík/Reynir |
B | 5.feb | 20:45 | KF - KA3 |
B | 8.feb | 18:15 | Þór2 - Huginn/Höttur |
B | 8.feb | 20:15 | Tindastóll - KA3 |
A | 9.feb | 18:15 | KA2 - Leiknir F. |
A | 9.feb | 20:15 | Völsungur - Magni |
Leikur KA2 og Völsungs þann 18. janúar verður spilaður á Húsavíkurvelli