Kjarnafæðismótið hefst í dag, KA - Þór 2

Fótbolti

Kjarnafæðismótið hefst í dag þegar KA og Þór 2 mætast klukkan 17:15 í Boganum. KA er ríkjandi meistari á mótinu en mótið er mikilvægur liður í undirbúningnum fyrir komandi fótboltasumar.

KA leikur í Riðli 1 en ásamt KA leika þar Þór 2, Magni og Völsungur. Efsta liðið í riðlinum leikur til úrslita gegn efsta liðinu í hinum riðlinum en þar leika Dalvík/Reynir, KA 2, KF og Þór.

Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á KA-TV en athugið að aðeins 50 áhorfendur eru leyfðir í Boganum. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is